fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Blaðamenn velja mikilvægustu leikmenn úrvalsdeildarinnar – Sjö tilnefndir

Victor Pálsson
Mánudaginn 4. febrúar 2019 18:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru sumir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem eru ómissandi fyrir sín lið og spila alla leiki.

Stórliðin þurfa oft á sínum allra bestu leikmönnum að halda til að halda áfram góðu gengi og eru veikari án þeirra.

Blaðamenn Mirror völdu í dag mikilvægustu leikmenn úrvalsdeildarinnar og fá nokkrir kallið.

Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, fær mörg atkvæði en hann er ómissandi í hjarta varnarinnar.

Hér má sjá hvað blaðamenn völdu:

Darren Lewis – Mo Salah (Liverpool)

Hann breytir leikjum, hann vinnur leiki og er skemmtikraftur. Hann gæti spilað fyrir hvaða lið sem er í Evrópu.

James Nursey – Virgil van Dijk (Liverpool)

Frábær kaup hjá Liverpool. Hann er með allt. Hann er frábær varnarmaður, getur gefið boltann og er hættulegur í loftinu. Hvað myndi Liverpool fá fyrir hann í dag!?

Andy Dunn – Sergio Aguero (Manchester City)

Það er ekki hægt að horfa framhjá Aguero í valinu á mikilvægasta leikmanni deildarinnar. Hann er á góðri leið með að skora 20 deildarmörk í sjötta sinn á átta tímabilum, það er ógnvekjandi.

John Cross – Mo Salah (Liverpool)

Þetta var val á milli Salah og Aguero en ég vel Salah því þegar Liverpool þarf nauðsynlega á marki að halda og eru í vandræðum þá birtist hann og reddar því.

Mike Walters – Ben Foster (Watford)

Ef þetta er leikmaður sem vinnur flest stig fyrir sitt félag þá er erfitt að finna einhvern mikilvægari en Ben Foster. Er ég að grínast? Nei. Sönnunargögnin eru þarna og þið getið dæmt það sjálf.

Matt Lawless – Sergio Aguero (Manchester City)

Það væri hægt að nefna Paul Pogba í hans formi í dag en þetta verður að vera Aguero. Hann er svo mikilvægur fyrir City og það er horft framhjá honum of oft.

David Anderson – Virgil van Dijk (Liverpool)

Þetta er auðvelt val fyrir mig. Van Dijk er aðal ástæðan fyrir því að Jurgen Klopp hefur náð að breyta liði Liverpool í lið sem berst um titilinn.

Joe Cooper – Fernandinho (Manchester City)

Hann er ekki skemmtilegasti leikmaðurinn en svo sannarlega einn sá mikilvægasti. Hann hefur margoft sannað hversu mikilvægur hann er fyrir City.

Liam Prenderville – Eden Hazard (Chelsea)

Ef þú skoðar leikmenn sem hafa stærst áhrif og skarðið sem hann myndi skilja eftir sig ef hann fer – þá er Hazard ofar en rest. Hann er aðalmaðurinn og hefur verið síðan hann kom árið 2012.

David Mcdonell – Virgil van Dijk (Liverpool) / Sergio Aguero (Manchester City)

Það er erfitt að nefna einn mikilvægasta leikmann deildarinnar en tveir mikilvægustu leikmennirnir fyrir toppliðin eru klárlega Van Dijk og Aguero.

Charlie Kenward – David de Gea (Manchester United)

Að mínu mati er það De Gea og það kemst enginn nálægt honum. Ég er stuðningsmaður Arsenal og væri að ljúga ef ég segði að ég væri ekki öfundsjúkur út í United að hafa þennan mann á milli stanganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands

Andri Fannar fer líklega til Tyrklands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við

Áhugaverð tölfræði Þorsteins varpar nýju ljósi á stöðuna – Þarf stuðning til að snúa genginu við
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool

Alisson yfirgaf herbúðir Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“

Furða sig á fjarveru stórstjörnunnar í Garðabæ – „Mér finnst það voðalega skrýtið“
433Sport
Í gær

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina

Greina frá afar sorglegu andláti – Verður minnst um helgina
433Sport
Í gær

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið

Enn eitt enska stórliðið í umræðuna – Biðja um leyfi til að hefja samtalið