Manchester United vann sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið heimsótti Leicester City. Það getur verið erfitt að heimsækja Leicester en liðið elskar oft að spila gegn stórliðum deildarinnar.
United tókst að lokum að fara betur en aðeins eitt mark var skorað og það gerði framherjinn Marcus Rashford.
Mark Rashford kom snemma í fyrri hálfleik og dugði það til að tryggja liðinu dýrmæt þrjú stig.
Eftir leik var Jamie Vardy, stjarna Leicester ekki í góðu skapi en hann kann illa við Claude Puel, stjóra Leicester.
,,Helvítis rasshaus,“ er Vardy sagður hafa sagt eftir leikinn, Puel var þá að spjalla við Paul Pogba leikmann United.
Vardy fannst ekki eðlilegt að þjálfari sinn væri á spjalli við andstæðinga svona skömmu eftir tap.
Atvikið náðist á myndband en Vardy fékk sjálfur nokkur góð færi í leiknum til þess að skora.