Það þurfti að stöðva leik Everton og Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gær í heilar fjórar mínútur.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar fengu Wolves í heimsókn en töpuðu leiknum nokkuð illa 3-1.
Í síðari hálfleik þurfti að stöða leikinn í dágóðan tíma en köttur hafði náð að gera sér leið inn á völlinn.
Kötturinn hljóp út um allt á Goodison Park en enginn öryggisvörður náði að stöðva hann.
Lýsandinn John Acres bauð upp á algjöran gullmola í beinni er hann lýsti leiknum fyrir the BBC.
Acres lýsti fyrir hlustendum hvað kötturinn væri að gera og lét eins og hann væri að tala um áhugaverðasta hlut í heimi!
,,Er ég ennþá í loftinu?“ sagði Acres undir lokin eins og má heyra hér fyrir neðan.
Absolutely hilarious commentating from John Acres on #finalscore on #BBC ??
MUST LISTEN#barclayspremierleague #premierleague #football pic.twitter.com/Fa24Ja5LwI
— Lewis Alexander Baxter (@LewisABaxter1) 2 February 2019