Það var boðið upp á ótrúleganb leik í Skotlandi um helgina er lið Rangers mætti St. Mirren í efstu deild.
Steven Gerrard er stjóri Rangers en liðið er að berjast við Celtic um toppsætið í deildinni.
Rangers vann öruggan 4-0 sigur á St. Mirren og var sigurinn gríðlarlega mikilvægur fyrir liðið.
Það er ekki það merkilegasta en Rangers fékk heilar fjórar vítaspyrnur í leiknum og skoraði liðið úr þremur af þeim.
Það er næstum því heimsmet en mest hafa fimm vítaspyrnur verið dæmdar í einum leik í sögunni.
Dómarinn Kelvin Morton dæmdi fimm vítaspyrnur fyrir 30 árum er Brighton og Crystal Palace áttust við í annarri deild.