Manchester City 3-1 Arsenal
1-0 Sergio Aguero(1′)
1-1 Laurent Koscielny(11′)
2-1 Sergio Aguero(44′)
3-1 Sergio Aguero(61′)
Það var boðið upp á skemmtilegan leik á Etihad vellinum í kvöld er Manchester City fékk Arsenal í heimsókn.
Leikurinnn byrjaði mjög fjöruglega en eftir 25 sekúndur skoraði Sergio Aguero fyrsta mark leiksins fyrir City.
Sú forysta entist í aðeins 11 mínútur en Laurent Koscielny jafnaði þá metin fyrir Arsenal með skalla eftir hornspyrnu.
Aguero var svo aftur á ferðinni á 44. mínútu leiksins og kom meisturunum aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiks.
Argentínumaðurinn fullkomnaði svo þrennu sína á 61. mínútu í síðari hálfleik og staðan orðin 3-1.
Það reyndist síðasta mark leiksins og er City nú tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.