Chelsea vann frábæran sigur á Huddersfield í dag en liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Chelsea tapaði síðasta leik sínum 4-0 gegn Bournemouth en svaraði fyrir sig með fimm mörkum í dag.
Gonzalo Higuain komst á blað fyrir heimamenn en hann gerði tvennu rétt eins og Belginn Eden Hazard.
Tvö Íslendingalið spiluðu á sama tíma en Jóhann Berg Guðmundsson kom inná sem varamaður er Burnley gerði 1-1 jafntefli við Southampton.
Southampton var með forystuna þar til á 94. mínútu leiksins er Ashley Barnes jafnaði fyrir heimamenn úr vítaspyrnu.
Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton sem tapaði þá heima 3-1 gegn Wolves.
Crystal Palace lagði svo Fulham sannfærandi 2-0 og Brighton og Watford gerðu markalaust jafntefli.
Chelsea 5-0 Huddersfield
1-0 Gonzalo Higuain(16′)
2-0 Eden Hazard(víti, 45′)
3-0 Eden Hazard(66′)
4-0 Gonzalo Higuain(69′)
5-0 David Luiz(86′)
Everton 1-3 Wolves
0-1 Ruben Neves(víti, 7′)
1-1 Andre Gomes(27′)
1-2 Raul Jimenez(45′)
1-3 Leon Dendoncker(66′)
Crystal Palace 2-0 Fulham
1-0 Luka Milivojevic(víti, 25′)
2-0 Jeff Schlupp(87′)
Burnley 1-1 Southampton
0-1 Nathan Redmond(55′)
1-1 Ashley Barnes(víti, 94′)
Brighton 0-0 Watford