Leikur Ascoli og Lecce á Ítalíu fór fram í kvöld en þessi lið leika í Serie B sem er næst efsta deild.
Eftir aðeins fjórar sekúndur í kvöld stöðvaði dómarinn leikinn eftir meiðsli Manuel Scavone hjá Lecce.
Scavone fékk höfuðhögg eftir að hafa hoppað upp í skallabolta og missti strax meðvitund.
Hann féll í grasið á óhugnanlegan hátt áður og lá flatur í grasinu þar til sjúkrabíll mætti.
Eftir þessi meiðsli var hætt við að spila leikinn og fer hann fram síðar.
Samkvæmt nýjustu fregnum er í lagi með Scavone og er hann að jafna sig.
Myndband af þessu má sjá hér.