Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg í Þýskalandi, á afmæli í dag þann 2. febrúar.
Alfreð er einn fremsti knattspyrnumaður okkar Íslendinga í dag en hann fagnar 29 ára afmæli sínu.
Framherjinn hefur undanfarin þrjú ár leikið í Þýskalandi og hefur skorað grimmt með Augsburg.
Hann er einnig partur af íslenska landsliðinu og skoraði fyrsta mark Íslands á HM í Rússlandi í sumar.
Alfreð skoraði þá í leik Íslands og Argentínu á HM en þeim leik lauk með 1-1 jafntefli.
FIFA sendi framherjanum í kjölfarið skemmtilega afmæliskveðju og minnti á augnablik sem við munum aldrei gleyma.
#HBD @A_Finnbogason! ??
The ??@footballiceland forward made history last year, scoring his nation’s first #WorldCup goal against ??Argentina ? pic.twitter.com/KhD9rwMeud
— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) 1 February 2019