fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
433Sport

Geir Þorsteinsson harðneitar fyrir rætnar gróusögur: ,,Þetta er lygi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. febrúar 2019 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson sem sækist eftir því að verða formaður KSÍ á nýjan leik var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi

Þegar Geir var að bjóða þig fram í framkvæmdarstjórn UEFA árið 2015 hefur því verið fleygt fram að hann hafi tapað atkvæðum með áfengisdrykkju og aðrir hafi beðið hann um að halda sig til hlés og hleypa öðrum að. Hvað segir Geir við þessu.

„Nei, þetta er lygi,“ segir Geir ákveðinn. „Norski formaðurinn steig fram með falskan boðskap um að styðja Norðurlöndin. Hefði annar okkar fengið samanlögð atkvæðin hefði hann flogið inn.“

Þú hefur aldrei verið gagnrýndur fyrir að vera skapillur eða stinga undan peningum. En það hafa verið kjaftasögur um drykkjumenningu?

„Ég hef kannski ekki alltaf verið nógu faglegur og maður verður að umgangast áfengi með stillingu. Ég er enginn bindindismaður. Ég reyni að lifa lífinu, er kannski svolítið fjörkálfur stundum og vil hafa gaman af lífinu.“

Þáttinn má heyra hér að neðan, í hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir

Gjörbreytt útlit Pep eftir sumarfrí – Myndir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg

Orðaðir við Messi en forsetinn segir skiptin ómöguleg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal

Real sagt ætla að fá Saliba í sumar – Hann staðfestir viðræður við Arsenal
433Sport
Í gær

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern

Komið ‘Here we go’ á félagaskipti Diaz til Bayern
433Sport
Í gær

Arsenal undirbýr annað stórt tilboð eftir komu Gyokores

Arsenal undirbýr annað stórt tilboð eftir komu Gyokores
433Sport
Í gær

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu

Solskjær sagður ætla að gefa fyrrum leikmanni United óvænta líflínu
433Sport
Í gær

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný

Hefur sést með mörgum konum síðustu ár en byrjaði óvænt með æskuástinni á ný