Það er risaleikur á dagskrá í 16-liða úrslitum enska bikarsins en dregið var í kvöld.
Chelsea tekur þá á móti Manchester United en leikurinn er spilaður á Stamford Bridge.
Chelsea fagnaði sigri í þessari keppni á síðasta tímabili en liðið sló Sheffield Wednesday úr leik í gær.
United hefur þá verið á mikilli uppleið og hefur unnið átta leiki í röð undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.
Manchester City ætti að fá ansi auðvelt verkefni en liðið mætir annað hvort Middlesbrough eða Newport.
Hér má sjá dráttinn í heild sinni.
16-liða úrslit enska bikarsins:
Bristol City – Shrewsbury/Wolves
AFC Wimbledon – Millwall
Doncaster – Crystal Palace
Middlesbrough/Newport – Manchester City
Chelsea – Manchester United
Swansea – Barnet/Brentford
Portsmouth/QPR – Watford
Brighton/West Brom – Derby County