fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Áslaug taldi sig leynilega kærustu Justin Biebers vegna geðrofs: „Ég var sérstök, útvalin – Ég var leyndarmálið hans“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 28. janúar 2019 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var á GayPride, fyrstu helgina í ágúst sem fjörið byrjar fyrir alvöru. Ég ætlaði í fyrstu ekki að drekka áfengi en ákvað að slá til og fagna með vinkonum mínum. Ég fer niður í bæ og hitti þar vin minn, við spjöllum lengi saman og hann býður mér e-töflu þegar líður á kvöldið. Ég tek hana inn og við förum svo saman til hans í eftirpartý að reykja jónu og hlusta á tónlist. Allt í einu klikkar eitthvað enn einu sinni í hausnum á mér.“

Þessi orð skrifaði Áslaug Eik Ólafsdóttir í dagbók sína eftir að hún upplifði eitt af þeim geðrofum sem hún hefur farið í. Áslaug sem er tuttugu og fjögurra ára gömul er greind með geðhvarfasýki og fíknisjúkdóm.

Sjá einnig: Áslaug hefur upplifað þrjú alvarleg geðrof í kjölfar grasreykinga: „Ég í rauninni kveiki á þessum sjúkdómi með því að reykja“

Í dag hefur Áslaug ekki komist í geðrofs ástand í eitt og hálft ár en þegar veikindi hennar voru hvað verst taldi hún sig útvalda af Guði og var viss um að hún væri leynileg kærasta Justin Biebers. Fær hún mikla þráhyggju fyrir Justin og telur hún hann tala við sig og fylgjast með öllum hennar gjörðum og hugsunum.

„Ég tek yfir tölvuna og fer að hlusta á albúmið hans Justin enn einu sinni. Já! Hann var að syngja til mín. Ég var sérstök, útvalin. Þarna var ég enn einu sinni komin hinum megin við línuna, á hvíta svæðið, í himnaríki, þar sem heimurinn var svo fallegur og ég var sérstök. Justin var með 17 ára kærustu sem hét Sofia en ég vissi að það væri bara cover. Ég mátti ekki vera opinberuð af því ég var leyndarmálið hans.“

Daginn eftir gekk Áslaug um Reykjavík og beið þess að vera sótt af leyniþjónustunni sem færi með hana til Justin Bieber.

„Ég labba út á Klambratún og það er grenjandi rigning. Ég var að bíða eftir að vera sótt af leyniþjónustunni. Enginn kemur og ég bíð og bíð. Þetta var búið að vera erfiður tími með miklum mótvindi, enginn vildi hlusta á mig, öllum fannst ég rugluð, veik.“

Sjá einnig: Áslaug glímir við geðhvarfasýki – Telur sig geta talað við dýr og stundað hugsanaflutning í geðrofi

Eftir langa bið og mikla göngu um Reykjavík fór Áslaug með leigubíl út á Keflavíkurflugvöll þar sem hún taldi að Justin myndi hitta sig þar. En aldrei kom Justin að sækja Áslaugu, þrátt fyrir langa bið.

„Ég var orðinn mjög pirruð. Ég var farin að fokka upp í loftið. Ég var að fokka á þá sem voru að fylgjast með mér í myndavélunum og ég var að fokka á Guð. Ég var orðin uppgefin.“

Áslaug fékk kvíðakast á flugvellinum og átti hún erfitt með andardrátt. Að lokum kom sjúkrabíll sem keyrði með hana í bæinn:

„Mér hefur aldrei liðið jafn illa. Mig langaði bara að fara að sofa en ég gat það ekki. Ég fór á sjúkrahúsið í Fossvoginum. Því næst lá leið mín heim og svo beint upp á geðdeild Landspítalans.“

Þetta er aðeins hluti úr viðtali við Áslaugu sem hægt er að lesa í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum

Rússar sækja fram á meðan Úkraínumenn bíða eftir vopnum
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru stórmyndirnar sem biðu afhroð í miðasölu síðasta árs

Þetta eru stórmyndirnar sem biðu afhroð í miðasölu síðasta árs
433
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild karla: Mjög óvænt úrslit í Kórnum – Frábært gengi lærisveina Rúnars heldur áfram

Besta deild karla: Mjög óvænt úrslit í Kórnum – Frábært gengi lærisveina Rúnars heldur áfram

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.