Útlit er fyrir það að sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson sé ekki á leið í MLS-deildina í Bandaríkjunum.
Franskir miðlar greindu frá því nýlega að Kolbeinn væri á leið til Vancouver Whitecaps á láni.
Hann átti að skrifa undir 12 mánaða lánssamning við Vancouver sem er staðsett í Kanada en leikur í bandarísku deildinni.
Samkvæmt J.J Adams, blaðamanni Vancouver Sun, þá er Kolbeinn ekki á leið til félagsins.
Hann segir að Vancouver hafi hætt við að fá Kolbein sem æfir með varaliði Nantes þessa stundina.
Kolbeinn á enga framtíð fyrir sér hjá Nantes og þarf að finna sér nýtt félag í glugganum.
It appears the club has decided to pass on striker Kolbeinn Sigthorsson. He’d been practicing with the reserves of FC Nantes, despite being one of the team’s highest-paid players. #FrenchJarju #VWFC https://t.co/EpSmFrESdj
— J.J. Adams (@TheRealJJAdams) 26 January 2019