Jesse Lingard spilaði fyrir Manchester United í gær er liðið heimsótti Arsenal í enska bikarnum.
Lingard og félagar gerðu góða ferð til London en liðið hafði betur með þremur mörkum gegn einu.
Fyrir leikinn tók Lingard þátt í verkefni Soccer AM þar sem hann gat hjálpað stuðningsmönnum United að vinna sér inn pening.
Lingard þurfti að skora úr vítaspyrnu til að tryggja stuðningsmönnunum 500 pund en hann klikkaði á spyrnunni.
Eftir leikinn þá elti Lingard stuðningsmennina á bílastæðið og lét þá hafa 600 pund eða tæplega 100 þúsund krónur úr eigin vasa.
Hann var sár yfir því að hafa klikkað á spyrnunni og ákvað að hjálpa þeim sjálfur í staðinn.
Fallega gert!
❌ – Misses a penalty for £500 for the @AFCWimbledon fans…
? – Gives them £600 in the car park!
What a gesture from Jesse Lingard! ? pic.twitter.com/CC91R8mrbU
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) 26 January 2019