Mason Mount, leikmaður Derby, er sinnir tveimur störfum ef marka má viðtal hans í vikunni.
Mount er 20 ára gamall efnilegur miðjumaður en hann er í láni hjá Derby frá stórliði Chelsea.
Hann býr við hlið Richard Keogh sem er samherji hans og fyrirliði Derby. Keogh er ekki með bílpróf og fær Mount að finna fyrir því.
,,Alla daga, ég er leigubílstjórinn hans. Hann býr við hliðina á mér,“ sagði Mount við the Daily Mail.
,,George Thorne og Chris Martin voru vanir að skutla honum en þeir eru farnir. Fyrstu átta vikurnar bjó ég á hóteli og kynntist honum vel.“
,,Þegar ég flutti hingað þá sagði ég við hann að hann þyrfti að bjóða mig velkominn.“