Arsenal 1-3 Manchester United
0-1 Alexis Sanchez(31′)
0-2 Jesse Lingard(33′)
1-2 Pierre-Emerick Aubameyang(43′)
1-3 Anthony Martial(82′)
Manchester United er komið í 16-liða úrslit enska bikarsins eftir leik við Arsenal í kvöld.
Það var boðið upp á ansi skemmtilegan leik á Emirates vellinum í London og voru fjögur mörk skoruð.
United gerði fyrstu tvö en þeir Alexis Sanchez og Jesse Lingard skoruðu með tveggja mínútna millibili.
Pierre-Emerick Aubameyang lagaði stöðuna fyrir Arsenal á 43. mínútu og staðan orðin 2-1.
Anthony Martial gerði svo út um leikinn á 82. mínútu og lokastaðan í London, 3-1 fyrir United.