Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er mikill stuðningsmaður Arsenal og hefur lengi verið.
Hann hefur alltaf verið hrifinn af miðjumanninum Mesut Özil sem fær lítið að spila undir Unai Emery þessa dagana.
Morgan skilur ákvörðun Emery að nota Özil minna en hann er ekki með hjartað á réttum stað þegar kemur að félaginu.
,,Ef við horfum aðeins á gæðin er hann heimsklassa leikmaður,“ sagði Morgan.
,,Á hans degi er hann einn besti leikmaður heims. Hann var frábær hjá Real Madrid og hefur verið það í nokkrum leikjum hjá Arsenal.“
,,En að fá næstum hálfa milljón punda á viku og hann kemst ekki einu sinni á bekkinn í sumum leikjum? Það er sorglegt.“
,,Hann gæti verið frábær leikmaður þegar hann nennir því en hver vill nota leikmann sem fær 350 þúsund pund á viku og neitar að gefa sig allan fram í leiki?“