Kolbeinn Sigþórsson, framherji Nantes í Frakklandi, er á leið í bandarísku MLS deildina.
Franskir fjölmiðlar fullyrða þetta í kvöld en Kolbeinn hefur ekkert fengið að spila með Nantes á tímabilinu.
Nantes hefur reynt að koma Kolbeini burt en án árangurs. Hann er nú að semja við Vancouver Whitecaps.
Kolbeinn mun skrifa undir eins árs langan lánssamning við Vancouver en liðið er staðsett í Kanada.
Kolbeinn hefur undanfarin þrjú ár leikið með Nantes en hefur aðeins náð að spila 30 leiki og skora þrjú mörk.
Meiðsli settu stórt strik í reikninginn hjá framherjanum sem er 28 ára gamall í dag.