fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Leikurinn sem hjálpaði Jóa að komast í úrvalsdeildina: ,,Ég ætlaði ekki að spila þennan leik“

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið einn besti knattspyrnumaður Íslands síðustu ár.

Jóhann gekk í raðir Burnley árið 2016 en hann hafði fyrir það spilað með Charlton í næst efstu deild.

Charlton var fallið úr Championship-deildinni fyrir leik gegn einmitt Burnley tímabilið 2015/2016.

Jóhann ætlaði sér aldrei að spila þann leik en þá var stutt í að EM í Frakklandi myndi hefjast þar sem íslenska landsliðið tók þátt.

Hann var sannfærður um að taka þátt í leiknum að lokum og sér alls ekki eftir því í dag en Burnley sýndi honum mikinn áhuga eftir góða frammistöðu í lokaleiknum.

,,Það var fullt af einhverjum þreifingum en svo kemur Burnley inn í þetta. Við spiluðum gegn Burnley í síðasta deildarleiknum og þeir voru búnir að tryggja sig upp og vinna deildina,“ sagði Jóhann Berg.

,,Ég spilaði mjög vel í þeim leik þó ég segi sjálfur frá. Ég ætlaði ekki að spila þennan leik. EM var að koma og ég hafði talað við þjálfarann og sagði að ég hefði engu að spila og að við værum fallnir og að EM væri að koma, ég vildi ekki meiðast.“

,,Hann sagði mér að spila allavegana 60 mínútur og ég ákvað þá að spila. Ég spilaði mjög vel og það er ein af ástæðunum að Burnley keypti mig. Það er eins gott að ég spilaði þennan leik!“

,,Það var alltaf einhver áhugi en þessi leikur hjálpaði mikið og svo líka EM, íslenska landsliðið spilar oft svipaðan bolta og Burnley. Það var einhver áhugi fyrir en þessi leikur hjálpaði mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir

Staðfesta meiðsli Trent en þarf að fara í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar

Vilja kaupa Mainoo frá United í janúar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Í gær

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Í gær

Færir sig um set í Ástralíu

Færir sig um set í Ástralíu