Georginio Wijnaldum, leikmaður Liverpool, lenti í ansi skemmtilegu atviki í flugvél á dögunum.
Wijnaldum er mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool en hann ferðaðist með flugfélaginu EasyJet til Englands.
Knattspyrnuaðdáandinn Ben Dudley var með honum í fluginu og tók eftir Hollendingnum. Hann ætlaði að setja inn færslu á Twitter og segja sínum fylgjendum frá því.
,,Ég er 99% viss um að Georginio Wijnaldum sé með mér í EasyJet flugi. Mun ég verða mér til skammar með því að segja ‘Feyenoord’ og lyfta upp þumalfingri á leiðinni út?“ skrifaði Dudley.
Wijnaldum er fyrrum leikmaður Feyenoord en hefur undanfarin ár leikið með Newcastle og Liverpool í úrvalsdeildinni.
Það sem er skondið er að Wijnaldum sat fyrir aftan Dudley og sá hann skrifa færsluna á Twitter.
Hann birti sjálfur myndband á Instagram þar sem hann sýnir Dudley skrifa færsluna.
Myndir af þessu má sjá hér.