fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Sorglegur ferill Justin Fashanu – Fyrsti og „eini“ samkynhneigði leikmaður enska boltans

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. janúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sorglegur ferill Justin Fashanu

Knattspyrnuferill og ævi Justin Fashanu er eitt besta dæmi þess hve erfitt það getur verið fyrir samkynhneigða að fóta sig í heimi knattspyrnunnar. Árið 1980, þá aðeins 19 ára gamall, var Fashanu keyptur í raðir Nottingham Forest, sem var stórlið á þeim tíma. Væntingarnar til hans voru gríðarlegar en á þessum tíma var hann ekki opinberlega kominn út, en í raun og veru gerðist það ekki fyrr en tæplega tíu árum síðar.

Þrátt fyrir að vera ekki opinberlega kominn út þá gerði hann sér fulla grein fyrir því að hann væri samkynhneigður sem gerði þennan áratug virkilega erfiðan fyrir Fashanu. Hann átti mjög erfitt með að halda hinu samkynhneigða einkamáli sínu frá fótboltanum, sem á þeim tíma mætti sérstaklega miklum fordómum.

Ekki nóg með það að þurfa berjast á móti þessu mótlæti heldur mættu honum einnig kynþáttafordómar, með tilheyrandi apahljóðum og bananaköstum úr áhorfendapöllum þess tíma, í ljósi þess að hann var svartur á hörund. Þetta hafði þó minni áhrif á hann því á endanum voru það fordómar í garð kynhneigðar hans sem urðu honum að falli. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera það opinbert var fólk farið að gruna ýmislegt, til að mynda þjálfari hans, sem kallaði hann ósjaldan „djöfuls homma“ (e. bloody poof).

Þrátt fyrir að hafa hlegið þetta af sér hafði þetta gríðarlega neikvæð áhrif á Fashanu sem aftur hafði áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Fashanu varð órólegur með tímanum. Hann leitaði í trúarbrögðin og frelsaðist en þar mættu honum aðeins ný vandmál. Hin sameiginlega mótstaða við kynhneigð hans úr heimi knattspyrnunnar og heimi kristninnar varð ferli hans endanlega að falli.

Árið 1990 lét hann því loksins verða að því að opinbera samkynhneigð sína og varð þar af leiðandi fyrsti og eini atvinnumaðurinn í sögu enskrar knattspyrnu til að tilkynna slíkt. Einnig var haft eftir honum að hann vissi af tólf öðrum leikmönnum í sömu stöðu og hann. Í kjölfarið mætti honum ótrúleg mótspyrna í samfélaginu og til að mynda gaf bróðir hans opinberlega út að Fashanu væri úrhrak.

Hann hélt þó áfram í boltanum og tók þeim örfáu boðum sem stóðu til boða. Hann reyndi fyrir sér í þjálfun í Bandaríkjunum og svo virtist vera að líf hans væri að komast á réttan kjöl. Þær vonir voru fljótt skotnar á kaf eftir að handtökuskipun var gefin út á hendur Fashanu en hann var sakaður um kynferðislega áreitni á sautján ára gömlum dreng. Þetta leiddi til þess að Fashanu stytti sér aldur þann 2. maí árið 1998 en í sjálfsmorðsbréfi hans neitaði hann allri sök en sagðist ekki geta gert fjölskyldu sinni og vinum meiri skaða.

Hin sorglega saga Fashanu hefur haft gríðarleg áhrif um heim allan og mikið verið vitnað í hana í baráttunni við þennan draug knattspyrnunnar. Nákvæmlega tíu árum eftir lát hans voru samtökin The Justin Campaign stofnuð. Þar er um að ræða herferð sem ætlað er að vekja athygli á þessum málefnum og koma í veg fyrir að slík sorgarsaga eigi sér stað aftur.

Árið 2013 kom annar mjög frægur knattspyrnumaður úr skápnum, miðjumaðurinn Thomas Hitzslperger. Þjóðverjinn átti farsælan feril og lék 52 landsleiki fyrir þjóð sína. Ólíkt Fashanu þá opinberaði Hitzlsperger samkynheigð sína stuttu eftir að skórnir fóru upp í hillu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis