Cardiff City keypti sóknarmann á dögunum en Emiliano Sala skrifaði undir samning við félagið.
Sala kostaði Cardiff 15 milljónir punda en hann hafði raðað inn mörkum með Nantes í Frakklandi.
Hann flaug svo til Cardiff frá Nantes en útlit er fyrir að flugvélin hafi hrapað. Hann og flugmaðurinn David Ibbotson voru um borð.
Cardiff reynir að halda sér í efstu deild og vonaðist eftir að Sala yrði maðurinn til að skora mikilvæg mörk.
Félagið þarf nú að öllum líkindum að fá inn nýjan mann og bað enska knattspyrnusambandið um auka tíma til að koma því af stað.
Knattspyrnusambandið hafnaði þó beiðni Cardiff og hefur félagið aðeins til 31. janúar eins og önnur félög.