fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Eru þetta verstu kaup Liverpool í sögu ensku úrvalsdeildarinnar?

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur gert ófá slæm leikmannakaup síðustu ár og er hægt að nefna þónokkra leikmenn.

Leikmenn eins og Mario Balotelli, Loris Karius, Ragnar Klavan, Christian Benteke, Danny Ings og Nathaniel Clyne.

Einn leikmaður stendur þó upp úr og gæti mögulega verið verstu kaup Liverpool síðan enska úrvalsdeildin hófst.

Blaðamaðurinn Neil Jones hjá Goal fjallar um vængmanninn Lazar Markovic sem er enn á mála hjá félaginu.

Markovic var keyptur til Liverpool fyrir 20 milljónir punda árið 2014 en han var áður á mála hjá Benfica.

Jones spyr sig hvort Markovic séu verstu kaup í sögu liðsins en hann hefur ekki spilað leik frá árinu 2015.

Serbinn hefur verið lánaður til Fenerbahce, Sporting, Hull og Anderlecht þar sem lítið gekk upp.

Hann er enn skráður sem leikmaður Liverpool en hefur ekkert komið við sögu á tímabilinu og á enga framtíð fyrir sér á Anfield.

Undir Brendan Rodgers spilaði Markovic 34 leiki í öllum keppnum tímabilið 2014/2015 en það voru einu leikir hans fyrir félagið.

Markovic til varnar þá var hann oft notaður sem vængbakvörður en leið aldrei þægilega í þeirri stöðu.

Það virðist ganga illa hjá Liverpool að losa sig við Markovic sem var ekki lánaður til félags á þessu tímabili og æfir því aðeins með liðinu og spilar ekkert.

Hér má lesa grein Jones sem er ansi skemmtileg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Árni Vill æfir með KR

Árni Vill æfir með KR
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“

,,Ég get ekki hringt í lögregluna og látið draga hann hingað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum

Spilaði tíu mínútur í fyrsta leik og fékk rautt spjald – Gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum