fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025

Stórslösuð eftir ferð niður vatnsrennibraut

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 26. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að fara varlega þegar farið er í vatnsrennibrautir og gæta að öryggi annarra sem eiga leið niður brautirnar. Þessu fékk ung móðir að kynnast þegar hún fór eina bunu í vatnsrennibraut á hóteli í Faralya Mah, sumarleyfisstað í Tyrklandi.

Jemma Joslyn var nýkomin á hótelið þegar hún skellti sér í sundfötin og út í garð með tveimur börnum sínum. Þegar hún var nýkomin niður brautina úr fyrstu ferðinni skall kona, sem kom á eftir, á henni af miklum þunga og voru afleiðingarnar vægast sagt hrikalegar. Fimm rifbein brotnuðu, nýru og lifur sködduðust verulega og hlaut hún innvortis blæðingar. Barðist hún fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í kjölfarið.

Konan sem kom á eftir henni niður brautina var stór og mikil um sig og hefði varla þurft að spyrja að leikslokum ef hún hefði skollið á litlu barni. Jemma var flutt á Esnaf-sjúkrahúsið í Fethiye þar sem hún lá inni í nokkra daga eftir slysið.

Slysið átti sér stað í september síðastliðnum og segist Jemma enn vera að glíma við afleiðingar þess. Hún mun bera ör á líkamanum það sem eftir er – sem er ekki það versta – og skerta nýrnastarfsemi. Jemma bókaði ferðalagið með Thomas Cook og hefur hún nú stefnt ferðafyrirtækinu; engar viðvaranir voru við brautina og ekkert starfsfólk til að tryggja öryggi sundlaugargesta.

Þá segir Jemma að Thomas Cook hafi lítið sem ekkert gert til að aðstoða hana. Hún var ein á ferðalagi með tveimur ungum börnum sínum. Að lokum fór það svo að foreldrar Jemmu fóru til Tyrklands til að hlúa að börnunum tveimur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Rose Leslie vill ekki að börnin sín sjái eitt tiltekið atriði í Game of Thrones

Rose Leslie vill ekki að börnin sín sjái eitt tiltekið atriði í Game of Thrones
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai

Segir upp störfum og er sagður ætla að flytja til Dubai
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland og Skotland mætast á morgun

Ísland og Skotland mætast á morgun
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“

Sara lenti í hræðilegu umferðarslysi fyrir sex árum – „Þennan dag misstum við næstum því molann okkar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir

Segja Ásdísi ekki skilja stjórnskipulag bæjarins sem hún stýrir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands verður lögð niður
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ingveldur kærði nauðgun í hjónabandi og tapaði málinu

Ingveldur kærði nauðgun í hjónabandi og tapaði málinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool setur viðræðurnar á fullt

Liverpool setur viðræðurnar á fullt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.