„Alveg galið þegar landsliðsmenn lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda til formanns KSÍ,“ segir Gaupi
„Líst vel á þetta,“ segir varnarjaxlinn Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, á Twitter-síðu sinni. Vísar Ragnar þarna í fréttir um framboð Guðna Bergssonar til formanns Knattspyrnusambands Íslands en Guðni tilkynnti í morgun að hann ætlaði fram.
Svo virðist vera sem Ragnar, sem er einn af lykilmönnum landsliðsins, styðji framboð Guðna en ljóst er að framundan er harður slagur um formannsembættið. Fjölmargir hafa tjáð sig um framboð Guðna á Twitter og sitt sýnist hverjum.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, knattspyrnuþjálfari og starfsmaður Fréttatímans, er einn af þeim sem leggur orð í belg. Hann er þeirrar skoðunar að Guðni eigi ekki möguleika gegn Geir. „Ég held að Guðni eigi ekki möguleika gegn Geir nema formaðurinn sé með lík í lestinni sem fljóta upp á yfirborðið fyrir formannskosningar.“
Hér má sjá brot af umræðunni á Twitter:
Þetta líst mer á https://t.co/PpBoJZbocV
— Ragnar Sigurðsson (@sykurinn) December 14, 2016
Alveg galið þegar landsliðsmenn lýsa yfir stuðningi við einn frambjóðanda til formanns KSÍ. Fyrra. Annars góður. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) December 14, 2016
Ég held að Guðni eigi ekki möguleika gegn Geir nema formaðurinn sé með lík í lestinni sem fljóta upp á yfirborðið fyrir formannskosningar
— OskarHrafn (@oskar_hrafn) December 14, 2016
Kemur mér svakalega á óvart að sjá Guðna taka skrefið. Bjóst alls ekki við þessu. Vonandi fer hann í alvöru kosningabaráttu.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) December 14, 2016
@GulliReynir Guðni yrði mjög góður formaður með mikið respect. Held að hann eigi samt ekki séns.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) December 14, 2016
Ofboðslega er ég glaður að Guðni sé á leiðinni í framboð. Og mikið ofboðslega vona ég að hann vinni. #MKGA
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) December 14, 2016