fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Tveir bestu menn handboltalandsliðsins ekki með: Verður Aron Einar óvænt í hóp?

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður brekka fyrir handboltalandsliðið á Heimsmeistaramótinu í dag þegar liðið mætir Frakklandi. Tveir bestu leikmenn liðsins verða fjarverandi vegna meiðsla. Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson verða ekki með.

Aron er besti handboltamaður Íslands og Arnór Þór hefur verið jafn besti leikmaður liðsins á mótinu.

Það verður því erfitt verkefni að mæta einu besta handboltalandsliði í heimi án þeirra. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins hefur hins vegar boðið fram krafta sína.

Arnór Þór er einmitt bróðir Arons en Aron var mjög öflugur handboltamaður á sínum yngri árum. Hefði hann valið þá íþrótt eru allar líkur á að hann væri í þessu landsliði í dag.

Miðað við Twitter færslu Arons þá verður hann staddur í Köln í dag og hann býður fram krafta sína. ,,Ég tók skóna með til öryggis. Vantar í hóp?,“ skrifar Aron Einar.

Guðmundur Þ. Guðmundsson gæti gert margt vitlausara en að fá óskabarn þjóðarinnar, í hóp sinn í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea heimtar 40 milljónir fyrir leikmann sem kostaði 14 milljónir

Chelsea heimtar 40 milljónir fyrir leikmann sem kostaði 14 milljónir
433Sport
Í gær

Mbeumo til Manchester United

Mbeumo til Manchester United
433Sport
Í gær

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin