fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Hólmar var lélegur og atvinnumennskan var fjarlægur draumur: ,,Mamma sagði að við gætum alveg reynt það“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. janúar 2019 07:00

Hómar Örn Eyjólfsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu hefur átt merkilegan feril þrátt fyrir ungan aldur.

Hólmar er eins og margir vita sonur Eyjólfs Sverrissonar sem var atvinnumaður og landsliðsmaður á sínum tíma.

Hólmar segir að hann hafi ekki verið neitt undrabarn á yngri árum og fann þá ekki fyrir mikilli pressu frá föður sínum að feta í hans spor.

,,Það setti mann bara í það strax að maður ætli að að verða atvinnumaður. Ég var eiginlega bara frekar lélegur leikmaður þangað til ég varð 12,13 eða 14 ára,“ sagði Hólmar.

,,Ég sagði alltaf að ég ætlaði að vera atvinnumaður en það var ekki neitt sem benti til þess sko.“

,,Maður fann aðeins fyrir því en það var ekkert engin sérmeðferð eða eitthvað svona.“

,,Ég hef ekki fundið fyrir pressunni en ég skil hvaðan menn koma þegar þeir segja þetta. Persónulega hef ég ekki fundið fyrir því nema kannski þegar hann var líka þjálfari minn.“

,,Þá var enginn samanburður heldur bara tengslin sem voru erfið en bara það að hann sé pabbi minn hef ég ekki fundið fyrir.“

,,Það var engin pressa frá honum og ekki neinum. Örugglega meira frá mömmu, hún var að pressa á mig að gera það sem ég ætlaði að gera vel og ég var búinn að gefa það út að ég ætlaði að verða fótboltamaður. Hún sagði að við gætum alveg reynt það!“

,,Hún ýtti manni áfram að gera það þá almennilega, að gera alvöru atlögu að þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart

Út af þessu hafi hrun Liverpool ekki komið á óvart
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum

Peysan umtalaða er til sölu á um 120 þúsund krónur – Vakti mikla athygli í þáttunum
433Sport
Í gær

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Í gær

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar

Ratcliffe sendi starfsfólki United tölvupóst – Segir stöðuna vera til skammar
433Sport
Í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi