fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Sveppi gleymir því aldrei hvað hann gerði við einn þann besta: ,,Ég negldi í eyrað á honum“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og hann er kallaður var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn sem er í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar.

Sveppi er landsmönnum kunnur en hann hefur lengi verið einn ástsælasti grínisti landsins og er þá góðvinur Eiðs Smára Guðjohnsen.

Sveppi og Eiður sáu um sjónvarpsþættina Gudjohnsen þar sem farið er yfir magnaðan knattspyrnuferil Eiðs.

Eiður lék með mörgum frábærum knattspyrnumönnum hjá Chelsea og fékk Sveppi að hitta stjörnurnar og hanga með þeim.

Í eitt skiptið fékk hann að gefa goðsögninni Gianfranco Zola selbita eftir að hann hafði tapað leik í körfubolta.

Zola var magnaður knattspyrnumaður á sínum tíma og var lengi talinn einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

,,Það var mest kannski úti hjá Chelsea. Ég hékk dálítið með honum þar, þar voru þetta Zola, Lampard, Terry, Dennis Wise og Hasselbaink,“ sagði Sveppi.

,,Þeir voru geggjaðir sko, það eru allt geggjaðir gæjar. Zola er geggjaður sko. Hann er svo mikið legend í fótbolta.“

,,Við fórum heim til Zola og vorum heilan dag þar að horfa á fótbolta og svo fórum við út í körfubolta og vorum í asna.“

,,Sá sem tapaði asna þá mátti maður taka utan um hausinn á honum og gefa selbita í eyrað. Eins fast og maður gat.“

,,Mómentið þar sem ég stóð og hélt utan um hausinn á Gianfranco Zola og negldi í eyrað á honum, heima hjá honum. Það er priceless sko.“

,,Þetta var svo fallegt! Það var svo gaman að sjá hvað Eiður er huge. Maður gerir sér ekki almennilega grein fyrir því þegar maður þekkir hann svona vel og finnst hann bara vera rasshaus og allt þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Í gær

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum