fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025

Eftirmynd jarðar í glerkúlu í Arizona

Vísindamenn bjuggu til sjálfstætt vistkerfi – Átta manns bjuggu þar í tvö ár

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 25. desember 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skammt fyrir utan eyðimerkurborgina Tucson í Arizona, við rætur Santa Katalína-fjalla, stendur þyrping einkennilegra bygginga sem í fljótu bragði líkjast helst gróðurhúsum. Ekki er fráleitt að draga þá ályktun að eitthvað dularfullt sé á seyði á svæðinu enda á staðurinn engan sinn líka á jörðinni. Fyrir tæpum 30 árum var hafist handa við uppbyggingu á svæðinu og var tilgangurinn að búa til innsiglaða eftirmynd af jörðinni með sínu eigin sjálfstæða vistkerfi.

Frumskógur og eyðimörk

Svæðið sem um ræðir gengur undir nafninu Biosphere 2, eða Lífhvolf 2, og var hugsunin á bak við nafnið sú að Jörðin og okkar nánast umhverfi sé lífhvolf númer 1. Biosphere-svæðið stendur á um 1,25 hektara svæði og er því ekki ýkja stórt þótt vísindamönnum hafi tekist nokkuð vel til við að búa til smækkaða mynd af Jörðinni. Innandyra er frumskógur sem er tæpir tvö þúsund fermetrar, 850 fermetrar eru lagðir undir haf þar sem meðal annars er að finna kóralrif, 1.300 fermetrar eru lagðir undir trjálausa hitabeltisgresju, 1.400 fermetrar eru lagðir undir eyðimörk og 2.500 fermetrar eru lagðir undir jarðræktarsvæði. Neðanjarðar er svo að finna vistarverur fyrir mannfólk. Allt þetta var svo kirfilega innsiglað og var allur úrgangur sem til féll endurunninn að öllu leyti.

Lögð var áhersla á að svæðið væri innsiglað að öllu leyti en ýmis ljón voru í veginum.
Eigin heimur Lögð var áhersla á að svæðið væri innsiglað að öllu leyti en ýmis ljón voru í veginum.

Tilraunir á manninum

Hugmyndasmiðurinn að baki Biosphere 2 er vistfræðingurinn, verkfræðingurinn og ævintýramaðurinn John P. Allen. Áður en John og kollegar hans hjá Space Biosphere Ventures hófust handa við verkið var hugsunin sú að kanna hvaða áhrif það hefði á manninn að vera í lokuðu vistkerfi og hvort það væri yfirhöfuð hægt.

Það var svo árið 1991 að tilraunir hófust; átta manneskjur voru lokaðar inni í vistarverunum og áttu að bjarga sér næstu tvö árin. Þann 26. september 1991 var hópurinn lokaður inni og gekk tilraunin ekki alveg sem skyldi til að byrja með. Mataræði hópsins samanstóð að langmestu leyti á fæðutegundum sem voru ræktaðar; má þar nefna banana, rófur, sætar kartöflur, baunir, hnetur og hrísgrjón. Ekki mátti nota neinn áburð eða eiturefni enda hefði það getað haft skaðleg áhrif á meðlimi hópsins. Fyrsta árið fann hópurinn fyrir talsverðri svengd og léttust allir talsvert. Annað árið, þegar ræktunin var komin á fullt skrið, þyngdust meðlimirnir aftur enda tókst vel til við ræktun sem skilaði rúmu tonni af mat. Tilrauninni lauk 26. september árið 1993 og var allur hópurinn við ágæta líkamlega heilsu.
Það var ekki bara mannfólk sem tók þátt í tilrauninni því dýrum var einnig komið fyrir í Lífhvolfinu; þar á meðal voru 35 hænur, þrír hanar, fjórar afrískar dverggeitur, einn geithafur, tvær gyltur og fiskar.

Svæðið er skammt frá borginni Tucson í Arizona, við rætur Santa Katalína-fjalla.
Arizona Svæðið er skammt frá borginni Tucson í Arizona, við rætur Santa Katalína-fjalla.

Offjölgun kakkalakka og maura

Þó að tilraunin hafi gengið ágætlega reyndust þó nokkur ljón vera í veginum. Þannig gerði offjölgun í samfélagi maura og kakkalakka hópnum erfitt fyrir og þá gerði mikill vöxtur ákveðinnar plöntutegundar, Klukkubróður, það að verkum að aðrar plöntur áttu erfitt með að vaxa og dafna. Þá jókst magn koltvísýrings í andrúmsloftinu á sama tíma og magn súrefnis féll; í byrjun tilraunarinnar var það 20,9 prósent en eftir 16 mánuði var það komið niður í 14,5 prósent sem jafngildir því sem gerist í rúmlega fjögur þúsund metra hæð yfir sjávarmáli. Þá var gripið til þess ráðs að dæla súrefni inn í vistarverurnar svo tilraunin endaði ekki illa.

Enn í notkun

Til stóð að gera aðra tilraun á vormánuðum 1994 en alls konar vandamál, þar á meðal ósamstaða í hópi skipuleggjenda verkefnisins, gerðu að verkum að tilraunin entist aðeins í nokkra mánuði. Svæðið lifir í dag góðu lífi og er nú meðal annars notað af nemendum í líffræði og vistfræði í University of Arizona og er einnig notað til rannsókna á gróðurhúsaáhrifum hér á jörðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“

„Stjórnarandstaðan á Alþingi vitnar af einhverjum ástæðum aldrei í þessa umsögn“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hvað gerðist í raun og veru? Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall keppanda í X Factor

Hvað gerðist í raun og veru? Sannleikurinn á bak við áheyrnarprufu og taugaáfall keppanda í X Factor
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr

Orðið á götunni: Stjórnlaus græðgi sumra þingmanna – fara í frí á fullum launum meðan þing situr
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert

Þetta einfalda atriði getur haft áhrif á fitutap – og kostar ekkert
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust