fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Byssa, sveðja og hafnarboltakylfa: Bræður frægra leikmanna urðu fyrir fólskulegri árás

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. janúar 2019 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræður Marcus Rashford og Trent Alexander-Arnold urðu fyrir fólskulegri árás á laugardag, þegar þeir sátu saman á kaffihúsi í Manchester.

Dane Rashford og Tyler Alexander-Arnold eru umboðsmenn fyrir bræður sína en Rashford leikur með Manchester United en Trent spilar fyrir Liverpool.

Þeir voru á Littlerock kaffihúsi í Moss Side hverfinu í Manchester, þangað mættu á svæðið menn vopnaðir byssu, sveðju og hafnarboltakylfu. Fjölmiðlar eru ekki á sama máli um hverjir hafi slasast.

Telegraph segir að Dane Rashford hafi endað á sjúkrahúsi en í gær var Marcus Rashford hetja Manchester United gegn Tottenham. Hann skoraði eina markið í sigri liðsins á Wembley.

Þeir enduðu báðir á sjúkrahúsi en voru ekki mikið slasaðist, Range Rover bifreið var rænt af þeim en hún fannst skömmu síðar.

Lögreglan var heldur ekki lengi að finna glæpamennina sem voru á aldrinum 18 til 58 ára. Alls voru 6 aðilar handteknir.

Samkvæmt upplýsingum Telegraph enduðu Dane Rashford og Tyler Alexander-Arnold báðir á sjúkrahúsi en voru hvorugur mikið slasaður og því sleppt fljótlega. Enginn slasaðist alvarlega í ráninu en fólkið var auðvitað í miklu sjokki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Birnir Breki til ÍA
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill

Mourinho sagður vera að fá nóg í starfinu – Fær ekkert sem hann vill
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum

Mikið fjallað um kærasta Sveindísar í fjölmiðlum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir

Brighton að missa lykilmann fyrir 19 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims

Mahrez ósammála Ronaldo sem vill meina að hann sé í einni bestu deild heims
433Sport
Í gær

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026

Segir að allir viti að hann fari sumarið 2026
433Sport
Í gær

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina

Hafnaði 6-7 stærri liðum fyrir utandeildina
433Sport
Í gær

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt

Ekki valinn í 29 manna hóp Liverpool og framhaldið nokkuð skýrt
433Sport
Í gær

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur

Segir það erfitt að mæta Gyokores – Gætu spilað saman í vetur