fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

Skammar Manchester City fyrir að niðurlægja mótherja: Þeir áttu þetta ekki skilið

Victor Pálsson
Sunnudaginn 13. janúar 2019 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City setti met í enska deildarbikarnum á dögunum er liðið vann Burton Albion 9-0 í undanúrslitum.

Það er met í undanúrslitum keppninnar en ekkert lið hefur unnið með eins miklum mun í sögunni.

Adrian Durham, blaðamaður TalkSport, skammar City fyrir hvernig þeir tóki á Burton sem leikur í þriðju efstu deild.

City hætti aldrei að reyna og keyrði á Burton í 90 mínútur og endaði á því að skora heil níu mörk.

,,Burton var burstað 9-0 af Manchester City. Ef þetta væri deildarleikur, þá allt í lagi, markatalan gæti skipt máli í lok tímabils,“ skrifaði Durham.

,,Burton lagði svo hart að sér til að komast upp þennan stiga með mjög takmarkað fjármagn og með engan auðkýfing fyrir aftan sig. Þeir áttu þetta ekki skilið, það sem City bauð þeim upp á.“

,,Átti Burton skilið að vera sigrað með svona miklum mun sem setti met? Nei, þeirra gengi verðskuldaði betri útkomu.“

,,Þeir vissu það að þeir væru líklega á leið úr keppinni en 9-0 var ekki eitthvað sem þeir áttu skilið.“

,,Væri það óíþróttamannslegt af City að taka fótinn af bensíngjöfinni? Það er hægt að horfa á það þannig en það er líka önnur hlið.“

,,Markmiðið er að komast áfram, að komast áfram úr þessari viðureign. Um leið og það var búið og gert, af hverju að niðurlægja Burton?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“

Hneig niður á heimili sínu: Staðan stöðug en ekki góð – ,,Sýnir hversu elskaður hann er um allan heim“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Chelsea heimtar 40 milljónir fyrir leikmann sem kostaði 14 milljónir

Chelsea heimtar 40 milljónir fyrir leikmann sem kostaði 14 milljónir
433Sport
Í gær

Mbeumo til Manchester United

Mbeumo til Manchester United
433Sport
Í gær

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin

Faðir hans gráti næst og biður til Guðs að lausn verði fundin