fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Fyrrum ástkona Ronaldo segir hann geðsjúkling: Ætlar að að aðstoða konuna sem sakar hann um hrottalega nauðgun

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 14:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jasmine Lennard sem átti í ástarsambandi við Cristiano Ronaldo fyrir um tíu árum síðan, segir hann vera geðsjúkling. Þessu heldur hún fram í færslum sem hún birtir á samfélagsmiðlum, hún kveðst ætla að hjálpa Kathryn Mayorga sem sakar Ronaldo um hrottalega nauðgun.

Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi.

Meira:
Þetta er konan sem sakar Cristiano Ronaldo um hrottalega nauðgun – „Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin“

Lennnard er 33 ára og er frá Englandi, hún og Ronaldo áttu í ástarsambandi þegar hann var leikmaður Manchester United.

Hún segist hafa verið í samskiptum við Ronaldo síðustu 18 mánuði, en hefur fengið nóg og ætlar að reyna að hjálpa Mayorga sem reynir nú að fá yfirvöld til að taka upp mál sitt gegn Ronaldo.

,,Það hefur ekki neinn hugmynd um það hvernig Ronaldo er í raun og veru, ef fólk vissi bara lítinn hluta þá væri það slegið. Hann er geðsjúklingur,“ sagði Lennard á Twitter.

Í gögnum sem Mayorga hefur birt í ásökunum sínum á hendur Ronaldo kemur fram upphæð sem hann lét hanan fá árið 2009, það var gegn því að Mayorga myndi aldrei tjá sig um samband þeirra.

,,Eftir mikla umhugsun þá ætla ég að koma mér í samband við Mayorga og hennar lögfræðinga, ég ætla að bjóða fram aðstoð mína, vegna ásakana hennar á hendur Ronaldo.“

,,Ég get ekki setið á mér lengur og horft á hann ljúga, ég geri allt til að hjálpa henni. Ég er með skilaboð og upptökur sem verða Mayorga mikilvægar. Ég mun sanna hvernig manneskja hann er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Í gær

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí