fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Edda Sif vekur athygli á klæðnaði Heimis í Katar: ,,Held ég að minn maður sé alsæll í sólinni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari Al-Arabi í Katar hefur komið sér vel fyrir í Doha, höfuðborg landsins en þangað flutti hann í desember.

Heimir býr í borginni ásamt eiginkonu sinni og yngri syni þeirra, en oft hefur verið sagt að Heimir elski hita og sól, það fær hann svo sannarlega í Katar.

Edda Sif Pálsdóttir fréttakona á RÚV, hefur tengingar til Vestmannaeyja en þaðan er Heimir Hallgrímsson og gerði það gott sem þjálfari ÍBV, og sem tannlæknir áður en hann varð landsliðsþjálfari Íslands. Heimr lét af störfum sem landsliðsþjálfari Íslands, eftir HM í Rússlandi á síðasta ári.

Eftir að Heimir gerðist landsliðsþjálfari minnkaði hann við sig í að gera við tennur í fólki, hann hefur þó reynt að grípa í borinn þegar tækifæri gefst til.

Heimir er þekktur fyrir að taka sénsa í tísku og Edda Sif hefur gaman af því. . ,,Það held ég að minn maður sé ALsæll í sólinni í white on white on white,“ skrifar Edda á Twitter. Þar má sjá Heimi í viðtali við Magnús Má Einarsson, ritstjóra Fótbolta.net sem staddur er í Katar.

Elli Joð sem svarar færslu Eddu bendir á að þú takir kannski tannlæknirinn til Katar en ekki tannlæknirinn úr Heimi. ,,Einu sinni tannlæknir, ávallt tannlæknir.“

Klæðnað Heimis má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“

Hraunar yfir sitt fyrrum félag – ,,Þeir halda í alvöru að fólk sjái ekki í gegnum þetta“
433Sport
Í gær

Hojlund neðarlega á listanum

Hojlund neðarlega á listanum
433Sport
Í gær

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni

Víkingur undir eftir fyrri leikinn í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni

Valur í fínum málum í Sambandsdeildinni
433Sport
Í gær

Arsenal staðfestir komu varnarmanns

Arsenal staðfestir komu varnarmanns
433Sport
Í gær

Ten Hag sagður vilja Sterling

Ten Hag sagður vilja Sterling
433Sport
Í gær

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí

Fann sér strax nýja vinnu eftir langan fangelsisdóm – Játaði loksins sök í maí