fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Alfreð opnar sig varðandi framtíðina – Þetta vill hann gera áður en ferlinum lýkur

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg í Þýskalandi, verður samningslaus á næsta ári.

Alfreð er einn allra mikilvægasti leikmaður Augsburg og hefur verið duglegur að skora síðan hann kom þangað árið 2016.

Íslenski landsliðsmaðurinn verður þrítugur í febrúar og er óvíst hvort hann verði áfram hjá Augsburg á næsta tímabili.

Framherjinn veit ekki hvort hann skrifi undir nýjan samning við Augsburg en hann vill spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum einn daginn.

,,Ég þarf að hugsa mig mikið um áður en ég skrifa undir næsta samninginn – hvort það verði hjá Augsburg eða ekki,“ sagði Alfreð.

,,Ég þarf að hugsa hvort mig langi að upplifa eitthvað annað á ferlinum, ég verð að gera það undir lok samningsins.“

,,Ég er að spila í topp deild og það er hugsað vel um mig hjá Augsburg. Ég spila alltaf þegar ég er heill.“

,,Við pössum vel saman og hvernig við spilum. Að fara til Englands eða Ítalíu væri þó spennandi.“

,,Ég er með það plan að spila í MLS deildinni áður en ferlinum lýkur. Ég veit að ég mun ekki ná að afreka allt sem mig dreymdi um svo með næstu ákvörðun þá þarf ég að gefa ákveðinn draum upp á bátinn.“

Alfreð hefur komið víða við á ferlinum og hefur á meðal annars spilað í Hollandi og á Spáni. Einnig stoppaði hann stutt í Grikklandi.

Hann á eftir að reyna fyrir sér í ensku úrvalsdeildinni sem er vinsælasta deild heims.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins