Ole Gunnar Solskjær er nú þegar búinn að gera ein bestu kaup í sögu félagsins segir Paul Parker, fyrrum leikmaður liðsins.
Mike Phelan sneri aftur til United eftir komu Solskjær en hann er orðinn aðstoðarþjálfari á nýjan leik.
Phelan var látinn fara eftir komu David Moyes árið 2013 en hann starfaði lengi með Sir Alex Ferguson.
Solskjær vildi strax fá Phelan með sér í lið á Old Trafford og hefur liðið unnið fimm leiki í röð eftir komu þeirra.
,,Micky Phelan gætu verið bestu kaup sem Manchester United hefur gert, að hann hafi komið aftur,“ sagði Parker.
,,Hann átti aldrei að yfirgefa félagið til að byrja með þegar David Moyes tók við. Það voru risastór mistök af hans hálfu.“
,,Nú er hann kominn aftur, hann vann með Sir Alex Ferguson og þekkir félagið vel, það er eins mikilvægt utan vallar sem innan vallar.“