fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
433Sport

Valsmenn staðfesta komu þriggja leikmanna – Gary Martin er kominn heim

Victor Pálsson
Mánudaginn 7. janúar 2019 16:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsmeistarar Vals hafa gert samning við þrjá leikmenn en þetta kom fram á fréttamannafundi í dag.

Stærstu félagaskiptin eru Gary Martin en Valsmenn náðu að tryggja sér hans þjónustu til þriggja ára.

Gary var frábær fyrir ÍA og KR hér heima á sínum tíma áður en hann hélt erlendis og lék með Lillestrom og Lokeren.

Einnig skrifar Emil Lyng undir samning við Val en hann er íslenskum knattspyrnuaaðdáendum kunnur.

Hann lék vel með KA sumarið 2017 en hélt svo í atvinnumennsku og lék með Dundee United og Szombathelyi Haladas.

Sá þriðji er miðjumaðurinn Lasse Petry en hann kemur til Vals frá Lyngby í Danmörku.

Hann er uppalinn hjá Nordsjælland í heimalandinu þar sem hann lék yfir 100 leiki. Hann gerir tveggja ára samning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins

Vestri fær mikinn liðsstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins