fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
433Sport

Segir Liverpool að yfirgefa Meistaradeildina strax – Van Gaal svarar: Þessi maður er ekki eðlilegur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 6. janúar 2019 19:00

Heiðar elskar Liverpool.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, er mjög umdeildur sparkspekingur en hann starfar í dag fyrir Sky Sports.

Merson ræddi titilmöguleika Liverpool á dögunum en liðið situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Merson kom með þá hugmynd að Liverpool ætti að falla úr leik í Meistaradeildinni til að eiga möguleika á að vinna úrvalsdeildina í fyrsta sinn.

Liverpool er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar en liðið fór alla leið í úrslit í fyrra.

,,Komiði ykkur úr þessari Meistaradeild. Komið ykkur út, komið ykkur út. Þetta félag hefur ekki unnið deildina í 29 ár, út með ykkur,“ sagði Merson.

,,Vinniði deildina, vinniði deildina. Út með ykkur. Út, Út. Í alvöru. Þessir leikmenn geta komið sér í sögubækurnar, komið ykkur út!“

,,Þú ert á leið að vinna deildina í fyrsta sinn í 29 ár, þið fattið ekki hversu stórt það er fyrir fólkið. Ef þeir vinna og komast áfram þá eru fleiri leikir, það yrði martröð.“

Louis van Gaal, fyrrum stjóri Manchester United, sá þessi ummæli Merson og lætur hann heyra það.

,,Þessi maður er ekki eðlilegur. Liverpool ætti ekki að taka þessu alvarlega,“ sagði Van Gaal um Merson.

,,Jurgen Klopp hefur breytt þessu Liverpool liði í stríðsvél, bæði sóknarlega og varnarlega. Ef ég myndi veðja á eitt lið til að vinna deildina þá yrði það Liverpool.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi

Ásakaður um að hafa nauðgað sjö konum en var sýknaður – Rekinn eftir fimm mánuði í nýju starfi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum

Skoraði fernu og lagði upp eitt í fyrsta leiknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hefja viðræður við Liverpool á ný

Hefja viðræður við Liverpool á ný
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus

Ronaldo skælbrosandi er hann sneri aftur og faðmaði Jesus
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“

Amorim tilbúinn að gefa leikmönnum annað tækifæri – ,,Þeir eru okkar leikmenn“
433Sport
Í gær

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands

Þráir ekkert meira en að snúa aftur til Englands
433Sport
Í gær

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag

Skýtur föstum skotum á Alonso – Hefði farið ef hann væri stjórinn í dag
433Sport
Í gær

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur

Vilja leikmann Liverpool en bíða eftir að aðalmaðurinn verði seldur
433Sport
Í gær

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis

Fyrrum undrabarnið líklega að snúa heim eftir misheppnaða dvöl erlendis