Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United, var handtekinn í Washington í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Bandarískir fjölmiðlar keppast við að greina frá þessu en Rooney var handtekinn á Metropolitian flugvellinum sem er í Washington.
Rooney hafði verið í Sádí Arabíu og horft á kappakstur en var svo handtekinn á flugvellinum vegna ölvunnar á almannafæri.
Einnig er greint frá því að Rooney hafi blótað mikið er hann var drukkinn og var alls ekki til fyrirmyndar.
Rooney ættu flestir að þekkja en hann lék lengi með United og svo síðar Everton. Hann spilar í dag með DC United í MLS-deildinni.
Englendingurinn átti að mæta fyrir dómara þann 24. janúar næstkmandi en nú er búið að leysa málið.
Rooney hefur vonandi lært sína lexíu en hann var stuttu síðar mættur til Englands og var sérstakur gestur hjá BT Sport fyrir leik United og Cardiff.