Lið Marseille er úr leik í franska bikarnum en 64-liða úrslit fóru fram í dag og var spilað víðsvegar um landið.
Marseille hefur lengi verið eitt sterkasta lið Frakklands en hefur verið í veseni á leiktíðinni.
Liðið mætti Andreziux á útivelli í dag en það lið leikur í fjórðu efstu deild í Frakklandi.
Marseille fékk svo sannarlega skell í þeim leik en Andrezieux hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.
Marseille var mun sterkari aðilinn í leiknum en liðið átti 28 skot gegn aðeins sjö hjá heimaliðinu.
Einnig var liðið 78 prósent með knöttinn í leiknum en það dugði ekki til og eru þeir ljósbláu úr leik.