fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Var á staðnum þegar þyrlan hrapaði til jarðar: ,,Hræðilegt að vera svo hjálparlaus“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. desember 2018 18:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kasper Schmeichel, markvörður Leicester City, hefur opnað sig varðandi atvik sem kom upp í október.

Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester, lét þá lífið í þyrluslysi en þyrla hans hrapaði rétt fyrir utan heimavöll liðsins.

Fjórir aðrir farþegar létust einnig í slysinu en Schmeichel var enn á staðnum þegar þyrlan hrapaði til jarðar.

Hann man eftir öllu sem gerðist þetta skelfilega kvöld og fann strax á sér að eitthvað væri að þegar þyrlan fór á loft.

,,Því miður þá man ég eftir þessu öllu saman. Ég man eftir öllum smáatriðunum,“ sagði Schmeichel.

,,Ég var með fjölskyldugesti frá Danmörku í heimsókn og ég sýndi þeim völlinn aðeins og grasið – þyrlan var alltaf mjög vinsæl.“

,,Við veifuðum bless og horfðum á hann yfirgefa svæðið. Ég hafði séð þetta hundrað sinnum – þetta var orðin ákveðin hefð.“

,,Þú gast séð að það var eitthvað að því vanalega þá er þyrlan ekki föst á sama stað og það sem kom í ljós, kom í ljós.“

,,Ég hljóp strax á vettvang. Fólk sem stóð þarna megin við völlinn hafði ekki séð hvað átti sér stað.“

,,Ég öskraði á fólkið að hringja á lögregluna og öryggisverðir vallarins tóku eftir mér og eltu mig.“

,,Við komumst ansi nálægt og einn af öryggisvörðunum komst nær en ég og reyndi að komast inn og gera eitthvað.“

,,Það var þó strax augljóst að vegna hitans þá var ekkert sem nokkur maður gat gert. Það var hræðilegt að vera svo hjálparlaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli

Sú besta í heimi sögð bitur eftir þessi ummæli
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni

Bjóða Ramsdale tækifæri á að vera áfram í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni

Karlremban gat ekki setið á sér – Fær yfir sig holskeflu af gagnrýni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Áhorfendamet féll á EM
433Sport
Í gær

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“

,,Vitað leyndarmál að Cole Palmer er stuðningsmaður Manchester United“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið

Besta deildin: Dramatík er Fram náði stigi gegn Víkingum – Patrick jafnaði markametið
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar

Heiðraði minningu landa síns eftir mark gegn Liverpool – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar

Óttast að gera sömu mistök og með Mbappe – Einn sá besti verður seldur í sumar