fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
433Sport

Myndband: Fyrrum leikmaður Villa á leið í fangelsi eftir hrottalega árás – Réðst á unga konu á bílastæði

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. desember 2018 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hræðilegt myndband var birt í dag af fyrrum leikmanni Aston Villa á Englandi, Riccardo Calder.

Calder var fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi eftir að hafa ráðist á 24 ára gamla konu á bílastæði.

Samkvæmt fréttum þekkti Calder konuna en þau hittust fyrst á næturklúbbi en lentu svo í rifrildi morguninn eftir.

Calder var óánægður með að konan hafi klesst lítillega á bifreið sína og byrjaði að öskra og sparka í bíl hennar.

Konan svaraði með því að klessa nokkuð hressilega á bíl Calder sem brást mjög reiður við.

Það endaði með því að Calder náði að opna hurð konunnar og þá fengu höggin og spörkin að fljúga.

Konan grátbað Calder um að hætta að ráðast á sig en hann hélt áfram áður en hann yfirgaf vettvang.

Calder er 22 ára gamall varnarmaður en hann var síðast á mála hjá Inverness í Skotlandi en var rekinn þaðan.

Hann er uppalinn hjá Aston Villa og spilaði leiki fyrir U17 landslið Englands. Hann er nú á leið í fangelsi.

Myndband af atvikinu má sjá hér en við vörum viðkvæma við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?

Undanúrslitin rúlla af stað – Endurtekinn úrslitaleikur frá því í fyrra?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti

Höfnuðu nýju tilboði Valsmanna sem skoða nú stöðuna – Víkingur vildi fá leikmann á móti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur

Meistararnir leiddu leiki sína ekki einu sinni í 5 mínútur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar

Eru ekki hættir þrátt fyrir kaup helgarinnar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða

Xhaka flýgur til Englands í dag – Kostar tæpa þrjá milljarða
433Sport
Í gær

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal

Sjáðu mismunandi sjónarhorn af umtalaða atvikinu í Úlfarsárdal
433Sport
Í gær

Bednarek að taka óvænt skref – Kostar 7,5 milljónir

Bednarek að taka óvænt skref – Kostar 7,5 milljónir