fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
433Sport

Tryggvi fékk samning sem hann gat ekki hafnað: ,,Myndi örugglega kallast skíta samningur í dag“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 4. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi yfirgaf Eyjar og samdi við KR árið 1994. Hann stoppaði þó aðeins í eitt ár í Vesturbænum.

ÍBV hafði samband aðeins ári síðar og vildi fá Tryggva aftur og fékk hann gott samningstilboð frá uppeldisfélaginu.

Tryggvi fer yfir þá ákvörðun en hann spilaði svo með ÍBV í tvö ár áður en hann hélt til Noregs.

,,ÍBV hefur bara samband og vilja fá mig aftur og þá fæ ég allt í einu einhvern alvöru samning, eitthvað sem þekktist ekki á þeim tíma,“ sagði Tryggvi.

,,Þetta myndi örugglega kallast skíta samningur í dag en góður samningur á þeim tíma svo ég ákvað að fara heim aftur.“

,,Atli Eðvalds var ný tekinn við og það var metnaður fann ég, fyrir að gera eitthvað og það kom svo í ljós að það var einhver pæling á bakvið það.“

,,Hann var svolítið að safna Vestmannaeyingum sem voru annars staðar. Ingi Sig var til dæmis í Grindavík, Leifur Geir Hafsteinsson var í Stjörnunni og ég var í KR. Við komum allir þrír til baka.“

,,Það var eitthvað spennandi framundan sem ég hafði góða tilfinningu fyrir. Á fyrsta tímabilinu erum við nálægt því að verða meistarar.“

,,Við byrjuðum helvíti vel og ég byrjaði vel, fjögur mörk í fyrsta leik, það er ekkert til að skammast sín fyrir.“

,,Ég fann það að það var eitthvað að gerast. Það var einhver metnaður og þetta snýst oft um sjálfstraust, góð byrjun hjálpar oft liðum til að halda áfram.“

,,8-1 sigur gegn eins merku liði og Val í fyrsta leik er ágætis byrjun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli

Ný treyja Arsenal vekur gríðarlega athygli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn

Framhjáhaldið fór eins og eldur um sinu – Viðbrögð manna helltu olíu á eldinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak

Voru hársbreidd frá því að næla í Isak
433Sport
Í gær

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona

Lingard fékk tvær treyjur frá leikmönnum Barcelona
433Sport
Í gær

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern

Tottenham fær gríðarlegan liðsstyrk frá Bayern
433Sport
Í gær

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði

Tilbúnir að bjóða aftur í Isak með einu skilyrði
433Sport
Í gær

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’

Eru með leikmann sem ‘getur orðið betri en Messi’