Guðmundur Benediktsson, einn vinsælasti sjónvarpsmaður í sögu þjóðar er að gefa út bók þessi jólin.
Stóra fótboltabókin með Gumma Ben, er mætt í allar helstu verslanir en þar fer hann yfir margt tengt fótboltanum.
Gummi var mættur í Brennlsuna á FM957 í morgun þar sem hann fór yfir bókina sem hann er að gefa út.
Þar kom meðal annars fram að Guðmundur kann lítið sem ekkert að rita á tölvu, hann er því líklega fyrsti maðurinn í heiminum sem skrifar heil bók á síma.
Meira:
Gummi Ben velur besta landslið allra tíma: Stjörnur eru í frystinum – Fimm í liðinu í dag
Guðmundur er fljótur að skrifa á símann sinn og útkoman er bók, 271 blaðsíða sem er skrifuð á síma.
,,Ég fór ekkert í ritvinnslu eða neitt, ég að skrifa langar greinar, gengur ekki í tölvu. Maður hefur þjálfast, ekki í því samt,“ sagði Guðmundur í Brennslunni.
,,Ég fullyrði að þetta sé líklega fyrsta bókin sem er skrfuð á símann, ég skrifaði stóran part af þessu í rúmminu í símann. Þar er ég miklu fljótari að skrifa.“