Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, missti sig í kvöld eftir 1-0 sigur sinna manna á Everton á Anfield.
Divock Origi skoraði eina mark leiksins fyrir heimamenn á 96. mínútu leiksins en hann hafði komið inná sem varamaður.
Klopp hljóp í kjölfarið inn á völlinn og faðmaði markvörð sinn Alisson. Hann bað Marco Silva, stjóra Everton afsökunar á því.
,,Eftir leikinn þá bað ég Marco Silva afsökunar. Ég sagði honum hversu mikla virðingu ég ber fyrir hans starfi, þeir eru frábært lið,“ sagði Klopp.
,,Ég ætlaði ekki að hlaupa inn á völlinn, það var ekki planið. Þetta var ekki í lagi en þetta gerðist.“
,,Það voru mikilvægari hlutir sem gerðust á þessum 95 mínútum í leiknum.“