Liverpool fékk þrjú stig á Anfield í dag er liðið mætti Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Það var boðið upp á ótrúlegan leik að lokum en eitt mark var skorað og það kom á 96. mínútu í uppbótartíma.
Hetja Liverpool var Belginn Divock Origi en hann hafði ekkert komið við sögu á tímabilinu.
Origi tókst á ótrúlegan hátt að koma boltanum í netið eftir vandræði Jordan Pickford í marki Everton.
Það varð allt vitlaust á Anfield eftir markið og missti Jurgen Klopp sig algjörlega.
Klopp hljóp inn á völlinn í gleði sinni og faðmaði markvörðinn Alisson en það er stranglega bannað að yfirgefa hliðarlínuna.
Klopp á von á refsingu frá enska knattspyrnusambandinu en hegðun hans þótti sýna Everton mikla óvirðingu.
,,Þetta er til skammar,“ sagði Graeme Le Saux, fyrrum leikmaður Chelsea í beinni er hann lýsti leiknum fyrir NBC.
Atvikið og markið má sjá hér.
Love #LFC GOAL and Klopp’s reaction love it ❤️❤️❤️#ynwa pic.twitter.com/ogr9ifh3ev
— Amy (@Amy_Lfc) 2 December 2018
EVERY SINGLE ONE OF US REDS! KLOPP IN FOREVER! pic.twitter.com/t5PWrhLHRU
— Sam (@MadMarzy) 2 December 2018