Southampton 2-2 Manchester United
1-0 Stuart Armstrong(13′)
2-0 Cedric(20′)
2-1 Romelu Lukaku(33′)
2-2 Ander Herrera(39′)
Það var boðið upp á mikið fjör á St. Mary’s vellinum í dag er Southampton fékk lið Manchester United í heimsókn.
Heimamenn í Southampton byrjuðu frábærlega og komust yfir snemma leiks með marki frá Stuart Armstrong.
Ekki löngu síðar var staðan orðin 2-0 en bakvörðurinn Cedric skoraði þá fallegt mark beint úr aukaspyrnu.
Romelu Lukaku náði svo að laga stöðuna fyrir United í 2-1 eftir laglega skyndisókn gestanna.
Ander Herrera gerði annað mark United ekki of löngu síðar eftir fyrirgjöf Marcus Rashford og staðan allt í einu orðin 2-2.
Því miður fyrir áhorfendur þá komu öll mörkin í fyrri hálfleik og gerðist lítið merkilegt í þeim síðari. Lokastaðan 2-2.