fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
433Sport

Ótrúleg saga Tryggva frá Englandi: Þjálfarinn sem hatar Íslendinga notaði hann í meira en þykir eðlilegt

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. desember 2018 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi segir virkilega skemmtilega sögu af tíma sínum hjá Stoke en hann var þar í láni árið 2005.

Tryggvi var ekki stór partur af liðinu og fékk ekkert að spila en stjóri hans á þeim tíma var hinn geðþekki Tony Pulis.

Pulis er ekki vinsæll hér á landi en hann hefur oft verið með Íslendinga í sínum röðum en hefur ekki viljað nota þá. Nefna má Eið Smára Guðjohnsen sem var í kuldanum hjá einmitt Stoke.

Tryggvi var í eitt skipti beðinn um að keyra bíl liðsfélaga síns í leik gegn Wolves og var sá eini sem fékk ekki pláss í liðsrútunni.

,,Við vorum með leikmann, Kenwyne Jones sem var á láni hjá okkur frá Southampton og við áttum að spila gegn Úlfunum sem voru aðeins sunnar en Stoke og nær Southampton,“ sagði Tryggvi.

,,Kenwyne Jones kemur á bílnum og spyr Tony Pulis hvort það sé ekki í lagi að hann fái bara að elta rútuna þannig hann þurfi ekki að fara aftur til Stoke og svo niður til Southampton.“

,,Hann sagði: ‘Nei, ég vil að allir strákarnir séu saman í rútunni. Svo allt í einu bara ‘Hey, I got an idea! Tryggsy!’

,,Ég var kallaður Tryggsy, það er erfitt að segja Tryggvi. Ég var greinilega ekki mikill partur af liðinu og var fenginn til að keyra bílinn hans Kenwyne Jones og hann hoppaði upp í rútu.“

,,Þetta var fínasti bimmari og ég stjórnaði tónlistinni. Þetta var ekkert vesen en svolítið disrespect. Ég var ekkert fúll því ég vissi að ég væri að fara í FH eftir nokkra mánuði.“

,,Svo kemur rútan að vellinum og það er opnað hliðið fyrir rútunni en ekki fyrir mér! Ég þurfti að hringsóla þarna um og leita að bílastæði og splæsa tíu pundum í stöðumæli.“

,,Svo kem ég inn í klefa og það fyrsta sem ég sé þá er búið að velja hópinn. Það eru tvö nöfn sem eru ekki í hóp og það eru ég og Doddi Guðjóns.“

Söguna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan með því að stilla á 37:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“

Hegðun markvarðar KR til umræðu – „Þér líður eins og gangandi kúk þegar þú gerir svona mistök“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að þarna hafi Ten Hag tapað klefanum á Old Trafford

Segir að þarna hafi Ten Hag tapað klefanum á Old Trafford