fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Dómur: Fyrirliðinn með neglu – ,,Voru að drekka óhóflega í ferðum þegar liðið var í verkefni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókadómur:

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, var að gefa út ævisögu sína. Aron – sagan mín kom í verslanir á dögunum en þar fer Aron yfir feril sinn sem knattspyrnumaður, frá æskuárunum á Akureyri og yfir í stærstu augnablik í íþróttasögu Íslands þegar íslenska karlalandsliðið fór á Evrópumótið í Frakklandi og heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Bókin er mjög vel heppnuð, undirritaður fékk bókina í hendur á mánudagskvöld og kláraði hana seint, kvöldi síðar. Saga Arons er merkileg, hann kemur úr stórri fjölskyldu og er vel virkur og fyrir mann eins og mig eru skemmtilegustu kaflarnir í bókinni í fyrri hlutanum. Saga sem maður hefur ekki heyrt áður, í seinni hlutanum hefur Aron verið einn frægasti Íslendingurinn og margt komið fram, hann bætir þó við skemmtilegum sögum sem halda manni við efnið.

Einar Lövdahl Gunnlaugsson skrifar söguna og tekst honum vel til. Þekkjandi Aron örlítið fannst mér það vel heppnað hjá Einari að skrifa bókina eins og Aron talar, snáði, böllur og fleiri orð sem Aron notar í tali sínu, fara á prent og það gerir bókina að hans.

Ef gagnrýna mætti eitthvað þá hefði Aron mátt vera neikvæðari í garð einstaklinga sem hann hefur lent upp á kant við á ferli sínum. Að mínu viti hefði mátt koma fram allt fylleríið sem var í kringum liðið á árum áður. Þegar hátt settir menn sem horfnir eru á braut og landsliðsnefnd KSÍ voru oftar en ekki að trufla undirbúning leikmanna og drekka óhóflega í ferðum þegar liðið var í verkefni.

Bókin er hins vegar mjög vel heppnuð og er ekki bara fyrir þá sem hafa áhuga á íþróttum. Hugarfar Arons Einars er smitandi og getur kveikt neista hjá hverjum sem er. Ég gef henni fjórar stjörnur af fimm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Högg í maga Valsara

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum

Sjáðu mörkin er Blikar fóru illa með Val í stórleiknum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko