fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Leikur ársins fór fram á Villa Park – Ótrúleg skemmtun

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 21:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram ótrúlegur leikur í ensku Championship-deildinni í kvöld er Aston Villa og Nottingham Forest áttust við.

Bæði lið eru að berjast í efri hlutanum og stefna væntanlega að því að komast upp um deild.

Birkir Bjarnason er samningsbundinn Villa en hann var fjarri góðu gamni í kvöld vegna meiðsla.

Forest var komið í 2-0 eftir aðeins sex mínútur á Villa Park áður en lánsmaður frá Chelsea, Tammy Abraham jafnaði metin með mörkum á 11 og 14 mínútu.

Matty Cash kom Forest svo í 3-2 stuttu seinna áður en Abraham fullkomnaði þrennu sína á 36. mínútu úr vítaspyrnu. Staðan 3-3 í hálfleik.

Snemma í síðari hálfleik skoraði Joe Lolley svo fjórða mark Forest áður en Tobias Figuereido fékk beint rautt spjald og gestirnir orðnir tíu.

Abraham skoraði sitt fjórða mark á 71. mínútu og þremur mínútum síðar kom Anwar El-Ghazi liðinu í 5-4!

Lewis Grabban reyndist svo hetja Forest á 82. mínútu er hann jafnaði leikinn í 5-5 og þar við sat. Ótrúlegur leikur á Villa Park!

Aston Villa 5-5 Nottingham Forest
0-1 Lewis Grabban(3′)
0-2 Joao Carvalho(6′)
1-2 Tammy Abraham(11′)
2-2 Tammy Abraham(14′)
2-3 Matty Cash(22′)
3-3 Tammy Abraham(víti, 36′)
3-4 Joe Lolley(51′)
4-4 Tammy Abraham(71′)
5-4 Anwar El-Ghazi(75′)
5-5 Lewis Grabban(82′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Í gær

Útskýrir fjarveru Van Dijk

Útskýrir fjarveru Van Dijk
433Sport
Í gær

Katla Tryggva skrifar undir á Ítalíu

Katla Tryggva skrifar undir á Ítalíu
433Sport
Í gær

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“