fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Garðar Gunnlaugsson í Val

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markavélin Garðar Gunnlaugsson hefur skrifað undir samning við Íslandsmeistara Vals.

Þetta staðfesti félagið í dag en Garðar kemur til liðsins á frjálsri sölu eftir dvöl hjá ÍA á Akranesi.

Garðar er flestum kunnur en hann hefur raðað inn mörkum fyrir ÍA síðustu ár og á einnig að baki landsleik fyrir Ísland.

Framherjinn hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku og spilaði fyrir lið eins og Norrkoping og CSKA Sofia.

Garðar er kominn á seinni árin í boltanum en hann er 35 ára gamall. Hann gerir samning við liðið út næsta sumar.

Garðar var á mála hjá Val frá 2004 til 2006 og gerði þá 14 deildarmörk í 38 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar

Hörmulegur atburður: Stakk sér til sunds með kærustunni – Fannst látinn nokkrum klukkustundum síðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez

Smellir „here we go“ á skipti Darwin Nunez
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á þremur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?

Sterling að skrifa undir hjá enn einu félaginu á Englandi?
433Sport
Í gær

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex

Tíðindi sem hafa áhrif á Rúnar Alex
433Sport
Í gær

Útskýrir fjarveru Van Dijk

Útskýrir fjarveru Van Dijk
433Sport
Í gær

Katla Tryggva skrifar undir á Ítalíu

Katla Tryggva skrifar undir á Ítalíu
433Sport
Í gær

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“

Lars sendir kveðju til Íslands eftir óhappið: „Skilaboð frá gamla manninum sem getur ekki haldið sér heilum“