Peter Crouch, leikmaður Stoke City, er húmoristi en hann hefur komið víða við á ferlinum.
Crouch vann undir stjórn Rafa Benitez árið 2005 en þeir voru saman hjá Liverpool. Á þessum tíma var Benitez ekki vel við Jose Mourinho, stjóra Chelsea.
Crouch datt í lukkupottinn og dró nafn Benitez um jólin og þurfti að finna handa honum gjöf.
Crouch ákvað að grínast í Benitez og keypti handa honum bók Jose Mourinho. Brandari sem Spánverjinn fattaði alls ekki!
,,Ég dró nafn þjálfarans um jólin og þurfti að gefa honum gjöf. Það var Rafa Benitez,“ sagði Crouch.
,,Það voru engin takmörk svo ég fór alla leið. Rafa var byrjaður að breyta útlitinu aðeins, hann klæddist leðurjakka og var með hökutopp.“
,,Svo ég ákvað að gefa honum nýtt leður og ég gaf honum einnig bókina hans Jose Mourinho.“
,,Þetta var bókin ‘Jose Mourinho: Hvernig á að vinna deildina’. Ég hugsaði með mér að þetta myndi ekki enda vel.“
,,Hann opnaði gjöfina og virkaði áhugasamur. Hann sagðist ætla að lesa bókina og fattaði ekki brandarann.“